S: Borða sjúklingar meira til að vega upp á móti þeim hitaeiningum sem eru tæmdar út?
Rannsóknir okkar hafa ekki sýnt að sjúklingar noti magaslönguna sem afsökun til að borða meira, eða að þeir borði meira til að bæta fyrir þær hitaeiningar sem eru tæmdar út. Niðurstöðurnar hafa þvert á móti sýnt að sjúklingar sýni betri sjálfsstjórn og átröskun hefur ekki verið vandamál. Þessar niðurstöður sýna að margir sjúklingar í yfirþyngd borði of mikið af hitaeiningum vegna umhverifsáhrifa (stress, félagsleg starfsemi, áhugamál osfrv.), en ekki vegna boða frá líkamanum um að borða ákveðið magn hitaeininga á dag.
S: Þarf að nota magaslönguna til frambúðar?
Samhliða AspireAssist er mælt með lífstílsráðgjöf þannig að sjúklingar taki upp hollari matarvenjur og líkamsrækt á sama tíma og þeir léttast. Sjúklingar sem breyta lífsstíl sínum nægilega mikið geta fjarlægt slönguna án þess að þyngjast aftur. Rannsóknir okkar sýna að flestir sjúklingar sem velja þessa meðferð ákveða að halda slöngunni til að tryggja langtímaárangur. Ef magaslangan er nauðsynleg til að viðhalda lægri þyngd eru miklar líkur á að sjúklingurinn þyngist ef tækið er fjarlægt.
S: Er hætta á næringarskorti?
Tæmingarnar fjarlægja einungis þriðjung af innbyrtum hitaeiningum og allir hlutar máltíðarinnar eru fjarlægðir. Þetta líkist því að fækka hitaeiningum með minni skammtastærðum án þess að taka ákveðin næringarefni í burtu og hættan á næringarskorti er því lítil. Jafnframt fylgjumst við grannt með sjúklingunum með tilliti til næringarefna og salta og til að tryggja að þyngdartapið gerist ekki of hratt.
S: Af hverju er einungis 30% af hitaeiningunum fjarlægt?
Eftir ”heila” tæmingu (þegar enginn matur tæmist lengur út) eru um það bil 70% hitaeininganna eftir í maga eða smágirni. Fyrir þessu eru nokkrar ástæður: 1) ákveðinn hluti máltíðarinnar hefur þá þegar farið niður í smágirnið, 2) slangan liggur oftast upp í efri hluta magans, þannig að sá matur sem er í neðri hlutanum tæmist ekki út, 3) ákveðið hlutfall matarins kemst ekki í gegnum slönguna. Rannsóknir okkar hafa sýnt að þeir sjúklingar sem reyna að tæma alla máltíðina tekst að meðaltali að fjarlægja um 30% af hitaeiningunum.
S: Eru sýkingar algengar?
Við höfum ekki séð neinar alvarlegar sýkingar. Minniháttar sýkingar geta myndast og hafa þær verið meðhöndlaðar með sýklalyfjum. Á sama hátt og þegar um er að ræða PEG-slöngur grær húðin umhverfis slönguna, sem minnkar líkurnar á sýkingum. Sjúklingum er kennt að fylgjast reglulega með húðgatinu með tilliti til roða og bólgu og að hafa samband við lækninn sinn ef þeir sjá eitthvað óeðlilegt.
S: Hver er munurinn á AspireAssist og átröskun?
Átröskun er sálrænn sjúkdómur sem einkennist af tímabilum með óstjórnlegu og yfirgengilegu ofáti sem lýkur með framkölluðum uppköstum. Átröskun er ekki undir eftirliti heilbrigðisstarfsfólks á meðan notkun magaslöngunnar er fylgt vel eftir af lækni og hjúkrunarfræðingi, sem meðal annars fylgjast náið með blóðprufum og þyngdarbreytingum. Magaslangan veldur ekki átröskun. Vel heppnuð tæming krefst þess að maturinn sé mjög vel tugginn og þar með tekur máltíðin lengri tíma. Þessi leið er í beinni andstöðu við eftirlitslausa átröskun. Eitt helsta vandamálið við átröskun eru skemmdir á tönnum og vélinda af völdum magasýru. Magaslangan veldur ekki slíkum skaða.
Sjúklingar sem hafa áhuga á að fá magaslöngu eru beðnir um að svara spurningum varðandi átröskun og aðra sálræna sjúkdóma. Á þann hátt er reynt að finna þá einstaklinga sem henta ekki fyrir þessa tegund meðferðar.
S: Geta sjúklingar stundað algenga líkamsrækt og sund með AspireAssist?
Já, þegar húðin umhverfis slönguna er gróin nokkrum vikum eftir aðgerðina getur fólk með magaslöngu synt, stundað líkamsrækt og tekið þátt í öllum almennum tómstundum.
S: Hvenær er hægt að byrja meðferð með AspireAssist?
AspireAssist hefur fengið öll tilskilin leyfi í Bandaríkjunum (FDA) og er jafnframt með leyfi í Evrópu, Ástralíu, Nýja Sjálandi og nokkrum öðrum löndum. Ýttu hér til að sjá hvort hægt sé að fá meðferð með AspireAssist í þínu landi.
S: Ég hef þegar farið í offituaðgerð. Get ég notað AspireAssist?
Það fer eftir því hvers konar aðgerð var gerð hjá þér og öðrum heilsufarsþáttum. Hafðu samband við þann lækni sem veitir meðferð á þínu svæði. Almennt er hægt að segja að ef þú hefur farið í óafturkræfa aðgerð eins og magahjáveitu (gastric bypass) eða magaermi (sleeve gastrectomy) getur þú ekki notað AspireAssist. Ef þú hefur fengið magaband áður getur þú hugsanlega notað AspireAssist, en ættir að hafa samband við lækni til að ræða málið.