Find a Doctor
 
FDA approved

AspireAssist breytti hugarfari mínu. Magaslangan hjálpaði mér að komast yfir þröskuld sem ég trúði ekki að ég kæmist yfir.

Hittu Amber

Sjáðu Amber ræða árangur sinn með AspireAssist.*

 

Við ræddum við Amber um það hvernig henni tókst að léttast um rúm 30 kíló með AspireAssist.*

Hversu lengi hefur þú átt í vandamálum með þyngdina?

Ég hef í raun verið í yfirþyngd alla ævi, en þyngdin jókst mikið þegar ég lauk menntaskóla. Þá þyngdist ég um rúm 20 kíló á 6 mánuðum og frá því hefur þyngdin bara aukist smátt og smátt. Þegar ég var sem þyngst vó ég 140 kg. Ég fór að verða meðvituð um vandamálið. Ég átti erfitt með að finna föt sem pössuðu mér. Þegar ég vann langan dag voru fæturnir sárir og ég vaknaði með slæma verki í fótum.

Hvaða aðrar aðferðir hefur þú notað til að missa þyngd?

Ég notaði megrunarlyf og þau reyndust mér ekki of vel. Ég reyndi líka að fara sjálf í megrunarkúr – en það gagnaði mér ekki. Á einum tímapunkti borðaði ég ekkert nema gulrætur og sellerý. Það hjálpaði mér ekki heldur!

before
Amber Áður
before
Amber Eftir

Þá fréttir þú af klínísku rannsókninni með AspireAssist. Af hverju hélst þú að þessi meðferð hjálpaði þér betur

Ég starfaði sem sjúkraliði þegar ég frétti fyrst af AspireAssist, þannig að ég vissi hvað PEG-magaslanga var. Ég annaðist sjúklinga með PEG slöngur og ég fylgdist með því þegar hjúkrunarfræðingar gáfu þeim lyf og næringu í slönguna. Ég gat því séð fyrir mér að nota slönguna til að tæma magann í staðinn fyrir að setja matinn í hana. Því hugsaði ég, „allt í lagi, þetta er svolítið öðruvísi og þetta hefur ekki verið gert áður – ég ætla að gefa þessu tækifæri og fæ mér svona slöngu. Það gerði ég. Ég hef verið nokkuð ánægð síðan þá.“

Hvað með tæmingarferlið? Hvernig gengur þér að tæma?

Það er frekar erfitt í byrjun að horfa á það sem þú varst að borða koma út aftur. Það breytti matarhegðun minni á svo margvíslegan hátt á svipstundu. Hluti matarins sem ég borðaði var feitur og ég hugsaði „Úff, þetta verður melt í líkama mínum…“ og hætti þar með að borða þannig mat. Það var ekki of erfitt að gera magatæmingarnar að daglegum hefðum. Það tekur mig á milli 5-10 mínútur að tæma magann. Það er ekki of erfitt.

Er eitthvað sem þú getur ekki borðað?

Ef þú manst eftir því að tyggja vel, getur þú í raun borðað hvað sem er. Ég borða mikið af vínberjum, sem getur verið frekar erfitt. Mér finnst spínat gott og borða mikið af því – og það gengur mjög vel. Það er yfirleitt auðvelt að borða kjúkling og fisk. Nautasteikina þarf hins vegar að tyggja betur.

En þó svo að ég geti í raun borðað hvað sem er hjálpaði AspireAssist mér að breyta hugarfarinu. Mér varð ljóst að ég gat borðað minni skammtastærðir af því að ég þurfti að tyggja vel – og fann því betur hvenær ég var orðin södd. Ég drekk líka meira vatn sem heldur matarlönguninni í skefjum.

Þú hefur lést um heil 30 kíló. Hvernig lítur framtíðin út?

Ég held að ég hafi náð óskaþyngdinni. Ég er ánægð með mig eins og ég er. Ég er reyndar léttari en ég hélt að ég gæti verið. Ég vil hins vegar halda slöngunni aðeins lengur þannig að ég sé viss um að geta haldið þyngdinni. Eins og er viðheld ég þyngdinni, sem þýðir að ég tæmi magann einungis þegar ég þarf. Suma daga geri ég það bara einu sinni á dag. Þá daga sem mér tekst að halda vel aftur af hitaeiningunum þarf ég ekki að tæma neitt. Ég geri þetta á mínum forsendum.

Myndir þú mæla með þessari meðferð til þeirra sem eru í vandræðum með þyngdina?

Ég myndi ráðleggja hverjum sem er að nota þessa aðferð. Ég er mjög ánægð með AspireAssist. Það besta við meðferðina er að þú getur látið fjarlægja slönguna án varanlegra breytinga á líkamanum. Eins getur þú haldið slöngunni eins lengi og þú vilt eða þarft. Þetta er svo góð aðferð. Þetta snýst ekki bara um að léttast, heldur lærir þú að hafa stjórn á sjálfum þér. Hún er mjög góð hvatning.

Hverju hefur þú að tapa?

Taktu stjórnina yfir þyngdinni með AspireAssist, afturkræfu aðferðinni til megrunar til langframa.

Aðrar reynslusögur