Find a Doctor
 
Heilbrigðisstarfsfólk
FDA approved

Heilbrigðisstarfsfólk


01: Tvenns konar ástæður fyrir þyngdartapi

AspireAssist er ný og afturkræfanleg megrunaraðferð sem byggir á tæki sem komið er fyrir með magaspeglun hjá sjúklingum með offitu (líkamsþyngdarstuðull 35-55). Með réttri notkun tækisins meira en tvöfaldast meðaltíminn sem fer í máltíðina og uppteknum hitaeiningum fækkar. Sjúklingarnir eiga möguleika á að fjarlægja allt að 30% magainnihaldsins eftir máltíð. Notkun tækisins krefst þess að maturinn sé tugginn mjög vel til að komast út um 6 mm slönguna1.

Dual Mechanism Picture

STJÓRN Á ÁRANGRINUM

Um 20-30 mín eftir hverja máltíð tengja sjúklingar tækið við fyrirferðalítill hnapp á kviðveggnum. Hluta af innihaldi magans er losað beint í klósettið. Ef slangan stíflast er vatni úr litlum poka dælt í gegnum slönguna. Eftir notkun er tækinu komið aftur fyrir í lítilli handtösku.

HÆGFARA BREYTINGAR Á HEILBRIGÐI

Sjúklingar sem ná góðum árangri nota tækið 2-3 á dag til að byrja með. Með tímanum geta þeir minnkað notkunina um leið og óskaþyngdinni er náð. Reglulegir fundir með lífsstílsráðgjafa eru nauðsynlegir til að ná fram heilbrigðum lífsstíl sem stuðlar að langvarandi þyngdartapi.

Device and button

02: Einföld aðgerð

Tækinu er komið fyrir með hefðbundinni “pull-PEG” magaslöngutækni hjá reyndum speglunarlækni. Ekki er þörf á fullri svæfingu. Meðaltími aðgerðarinnar er um 15 mínútur og sjúklingar geta jafnan útskrifast innan tveggja klukkustunda.

Gegnumlýsing er nauðsynleg til að hægt sé að tryggja örugga ísetningu slöngunnar. Í bandarískri rannsókn sem gerð var fyrir markaðsleyfi slöngunnar tókst að koma henni á réttan stað við fyrstu speglun í 99% tilfella (hjá 110/111 sjúklingum)². Í einu tilviki þurfti að endurtaka speglunina til að sjá ljósgjafann í gegnumlýsingu og því næst var slöngunni komið fyrir.

03: Niðurstöður klínískra rannsókna

Búið er að rannsaka notkun AspireAssist hjá nokkur hundruð sjúklingum í Evrópu og Bandaríkjunum. Sýna rannsóknirnar fram á mjög gott þyngdartap.

Niðurstöðurnar byggja á árangri allra sjúklinga sem tóku þátt í meðferðinni og luku áætluðu eftirliti 52 vikum síðar.

Heimild: US PATHWAY rannsókn (n=171): Niðurstöður kynntar af C. Thompson á Digestive Disease Week, maí 2016; Grein sem bíður birtingar; Upplýsingum safnað hjá þeim sjúklingum frá Svíþjóð, Spáni, Tékklandi, Þýskalandi, Austurríki og Ítalíu sem luku rannsókninni. N=80 eftir 1 ár og n=25 eftir 2 ár (rannsókn enn í gangi.)

Birtar greinar:

The AspireAssist Is an Effective Tool in the Treatment of Class II and Class III Obesity: Results of a One-Year Clinical Trial. Thompson C., Abu Dayyeh B., Kushner R., Sullivan S., Schorr A, Amaro A, Apovian C, Fullum T, Zarrinpar A, Jensen M, Stein A, Edmundowicz S, Kahaleh M, Ryou M, Bohning J.M., Ginsberg G., Huang C, Tran D., Martin J., Jaffe D., Farraye F., Ho S., Kumar N., Harakal D., Young M., Thomas C., Shukla A., Ryan M., Haas M., Goldsmith H., McCrea J., Aronne L.. Gastroenterology. April 2016 Volume 150, Issue 4, Supplement 1, Page S86.

Aspiration therapy leads to weight loss in obese subjects: a pilot study. Sullivan S., Stein R., Jonnalagadda S., Mullady D., Edmundowicz S. Gastroenterology 2013;145:1245–1252.

A novel endoscopic weight loss therapy using gastric aspiration: results after 6 months. Forssell H, Norén E. Endoscopy. 2015 Jan;47(1):68-71.

 

04: Öryggisatriði tengd meðferðinni

AspireAssist er byggt á 35 ára klínískri reynslu með notkun magaslanga (PEG). Hlutfall alvarlegra fylgikvilla (AFK) í US Pivotal rannsókninni var 3,6% og þar með lægst hlutfall AFK á meðal allra meðferða gegn offitu, sem framkvæmdar eru með speglunartækni og eru samþykktar af FDA. Hægt var að meðhöndla alla AFK í rannsókninni með lyfjum eða með því að fjarlægja slönguna. Öllum sjúklingum var fylgt eftir varðandi rafvaka og efnaskipti og ekki sáust neinar brenglanir sem ekki voru innan venjulegra vikmarka. Algengustu fylgikvillarnir voru verkir og ógleði/uppköst eftir ísetningu slöngunnar og slævinguna, erting og ofvöxtur húðar við slönguna.

Í bandarísku rannsókninni fengu 3,6% sjúklinga (4 af 111) alvarlegan fylgikvilla. Um var að ræða (1) lífhimnubólgu (lítið magn lofts í kvið án graftarkýlis, 1 sjúklingur), meðhöndlað með sýklalyfjum í æð, (2) Kviðverki eftir ísetningu slöngunnar (1 sjúklingur), meðhöndlaður með verkjalyfjum, (3) ekki blæðandi magasár (1 sjúklingur), meðhöndlað með því að fjarlægja slönguna og (4) endurísetningu magaslöngu (1 sjúklingur). Allir AFK voru meðhöndlaðir án skurðaðgerðar.

Frekari öryggisupplýsingar má sjá í Leiðbeiningum.

05: Mikil ánægja hjá sjúklingum

Patient Satisfaction

Í fjölþjóða athugun lýstu sjúklingar með AspireAssist yfir mikilli ánægju með meðferðina og voru mjög líklegir til að mæla með henna til vina sinna.1

06: Eftirfylgd sjúklinga

Fylgst er með þyngdarbreytingum, húð við stómað, efnaskiptum og rafvökum. Tækið hefur innbyggðan teljara, sem leyfir 115 tæmingar áður en sækja þarf nýjan teljara hjá lækni. Þetta gerir lækninum kleift að fylgjast með notkun tækisins og setur kröfu á sjúklinginn að mæta í eftirlit.

07: Hefur þú áhuga á frekari upplýsingum?

Ef þú hefur áhuga á AspireAssist fyrir sjálfan þig eða vin vinsamlega ýttu hér til að hafa samband við lækni.

Ef þú ert heilbrigðisstarfsmaður og óskar eftir frekari upplýsingum um meðhöndlun með AspireAssist getur þú fyllt í upplýsingarnar hér að neðan:

08: Neðanmál

¹Eigin umsögn; Fjölþjóða könnun frá 2015 með 63 AspireAssist sjúklingum frá Svíþjóð, Ítalíu og Spáni.

²Hætt var við aðgerð hjá einum sjúkling sem greindist með æðahnúta í maga og hjá einum sjúkling þegar í ljós kom að viðkomandi hafði farið í magahjáveituaðgerð (gastric bypass) áður.

09: PATHWAY

PATHWAY rannsóknin var slembuð fjölsetra rannsókn framkvæmd við 10 leiðandi stofnanir í Bandaríkjunum. 171 sjúklingur tók þátt í rannsókninni og var þeim slembað 2:1 í meðferðar- og sambanburðarhópa. Sjúklingar í meðferðararmi fengu AspireAssist og lífsstílsráðgjöf. Sjúklingar í samanburðarhópnum fengu einungis lífsstílsráðgjöf. Sjá má skráða þátttakendur rannsóknarinnar hér að neðan.

 • San Diego, California

  Dept. VA Health Care System (Veterans Only)

  Principal Investigator:
  Amir Zarrinpar, MD

 • Washington, D.C.

  Howard University Center for Wellness and Weight Loss Surgery

  Principal Investigator:
  Terrence M Fullum, MD, FACS

 • St. Louis, Missouri

  Washington University School of Medicine

  Principal Investigator:
  Steven A Edmundowicz, MD

 • Rochester, Minnesota

  Mayo Clinic

  Principal Investigator:
  Mike Jensen, MD

 • New York, New York

  Weill Cornell Medical College

  Principal Investigator:
  Louis Aronne, MD

 • Boston, Massachusetts

  Boston Medical Center

  Principal Investigator:
  Caroline Apovian, MD

 • Boston, Massachusetts

  Brigham and Women’s Hospital

  Principal Investigator:
  Christopher Thompson, MD, MSc

 • Chicago, Illinois

  Northwestern University

  Principal Investigator:
  Robert Kushner, MD

 • Philadelphia, Pennsylvania

  University of Pennsylvania

  Principal Investigator:
  Anastassia Amaro, MD

 • Langhorne, Pennsylvania

  St. Mary Medical Center

  Principal Investigator:
  J. Matthew Bohning, MD and Alan B. Schorr DO FAAIM FACE