AspireAssist er ný lausn til þyngdarstjórnunar fyrir fólk sem á við offitu að stríða. Hún hefur fengið leyfi bandarískra heilbrigðisyfirvalda (FDA). Ólíkt mörgum öðrum meðferðum krefst hún ekki skurðaðgerðar og er afturkræf.
01: Ný aðferð til að léttast
RAUNVERULEGUR ÁRANGUR
Í klínískri rannsókn í Bandaríkjunum léttust sjúklingar sem voru meðhöndlaðir með AspireAssist að meðaltali 3-falt meira en sjúklingar sem einungis fengu ráðleggingar um breytt mataræði og lífsstíl¹.
SKJÓTUR BATI
Tækinu er komið fyrir á einfaldan hátt með speglunartækni. Sjúklingar geta oft farið heim nokkrum tímum eftir aðgerð og farið að vinna innan fárra daga.
EINFÖLD AÐGERÐ
Speglunin tekur 15 mínútur og er framkvæmd í slævingu – ekki er þörf á svæfingu.
HEILBRIGÐUR LÍFSSTÍLL
Þú getur neytt hvaða matar sem er með AspireAssist. Meðferðinni fylgir þó líka ráðgjöf sem hjálpar þér að taka upp heilbrigðari lífsstíl sem stuðlar að góðum langtímaárangri.
AFTURKRÆF AÐFERÐ
Magaslönguna frá AspireAssist er hægt að fjarlægja hvenær sem er í speglun sem tekur um 15 mínútur. Speglunin er venjulega framkvæmd í slævingu.
HAGKVÆM
Þar sem aðgerðin og tækin eru tiltölulega einföld getur magaslangan verið valkostur fyrir sjúklinga sem hafa ekki ráð á hefðbundinni offituaðgerð.
Sjáðu myndbandið (90 sekúndur).
02: Svona virkar þetta
Með því að nota magaslönguna fækkar hitaeiningunum sem líkaminn tekur upp úr meltingarfærunum. Eftir máltíð safnast maturinn í maga þar sem meltingin hefst. Fyrsta klukkutímann eftir máltíð brotnar maturinn niður í maganum og flyst síðan áfram í smágirnið þar sem hitaeiningarnar eru teknar upp. Með því að nota magaslönguna getur sjúklingurinn fjarlægt um 30% af matnum úr maganum áður en líkaminn tekur hitaeiningarnar upp. Þannig stuðlar AspireAssist að þyngdartapi.
Hjálpar þér líka að taka upp heilbrigðari lífsstíl.
Þú þarft líka að tyggja vel og borða yfirvegað sem gefur líkama þínum tíma til að skynja þau tauga- og hormónaboð sem bera upplýsingar um svengd og seddu frá maga til heila.
Með því að nota magaslönguna getur sjúklingurinn fjarlægt um 30% af matnum úr maganum áður en líkaminn tekur hitaeiningarnar upp. Þannig stuðlar AspireAssist að þyngdartapi.
ÚTBÚNAÐURINN
Í upphafi meðferðarinnar er grannri slöngu komið fyrir í maganum. Þessi granna slanga tengir magann við fyrirferðarlítinn hnapp (Skin-Port) sem liggur á húð kviðveggjarins. Eftir hverja máltíð getur þú tæmt allt að 30% af innihaldi magans í klósettið með því að tengja lítið tæki við hnappinn. Þetta tæki er á stærð við farsíma og þú geymir það í lítilli tösku sem þú hefur meðferðis.
Tæmingarferlið köllum við „tæmingu“.
TÆMING
Tæmingarferlið hefst um 20 mínútum eftir að máltíð lýkur og tekur 5-10 mínútur. Sjúklingurinn gerir þetta sjálfur og skolar „matnum“ beint í klósettið. Þar sem tæmingin fjarlægir einungis um þriðjung matarins fær líkaminn þær hitaeiningar og næringarefni sem hann þarf á að halda.
Til að ná árangri þurfa sjúklingar að tæma magann eftir allar stærri máltíðir (þrisvar sinnum á dag) og með tímanum læra þeir heilbrigðari matarvenjur. Þar með geta þeir fækkað tæmingunum.
STUÐNINGUR
Sjúklingurinn fær ráðgjöf um breytingar á lífsstíl samhliða meðferðinni. Við bjóðum upp á einka- og hópráðgjöf þar sem kenndar eru hollari matarvenjur með minni skammtastærðum og hvatt er til aukinnar hreyfingar. Meðferðin krefst eftirlits af hálfu læknis og/eða hjúkrunarfræðings til að tryggja að þú léttist á heilbrigðan hátt.
Við hvetjum sjúklinga okkar til að tengjast innbyrðis á samfélagsmiðlum, en þar geta þeir skipst á reynslusögum og fengið stuðning og hvatningu frá öðru fólki sem er í sömu sporum.
Hafðu stjórn á þyngdinni með AspireAssist. Meðferðin er afturkræf og getur veitt þér langvarandi árangur.
03: Einföld aðgerð
AspireAssist slöngunni er komið fyrir með magaspeglunartæki og tekur meðferðin 15 mínútur. Sjúklingar geta yfirleitt útskrifast innan tveggja klukkustunda og margir geta snúið til vinnu mun fyrr í samanburði við stærri offituaðgerðir. Speglunin krefst ekki svæfingar og er venjulega gerð í slævingu – svipað og við hefðbundnar maga- og ristilspeglanir. Aðgerðin er svipuð og þegar næringarsondum (PEG) er komið fyrir. Slíkar næringarsondur hafa verið notaðar í yfir 35 ár hjá sjúklingum sem geta ekki nærst um munn.
Sjúklingar geta venjulega farið heim innan nokkurra klukkutíma. Miðað við aðrar offituaðgerðir geta þeir byrjað að vinna fljótt aftur.
04: Árangur
Sjúklingar sem tóku þátt í klínískri rannsókn í Bandaríkjunum léttust að meðaltali um 21 kg fyrsta árið. Eftir tvö ár var þyngdartapið 23 kg. Sjúklingarnir sem hafa náð mestum árangri eru þeir sem tæma reglulega og bæta matarvenjur sínar. Þessi hópur getur losnað við alla yfirþyngd með magaslöngunni og haldið kjörþyngd. Sjúklingar geta náð álíka árangri með AspireAssist og með öðrum offituaðgerðum – án tilheyrandi breytinga á líffærum eða meltingu.
05: Eftirlit með heilsufari
Það verður vel fylgst með þér á leiðinni til léttara lífs með magaslöngunni! Starfsfólk okkar mun leggja sig fram um að þú náir sem bestum árangri á öruggan hátt. Reglulega verður fylgst með eftirfarandi þáttum:
ÞYNGDARTAP
Til að þú náir tilætluðum árangri er mikilvægast að tæma reglulega og tyggja matinn mjög vel. Starfsfólk okkar hjálpar þér að aðlaga AspireAssist að daglegu lífi – þannig að magaslangan verði eins eðlilegur hluti af deginum og að bursta tennurnar!
NÆRINGAREFNI
Þar sem tæmingarnar fjarlægja einungis um 30% af (öllum tegundum af) hitaeiningunum er ólíklegt að magaslangan valdi næringarskorti þegar hún er notuð á réttan hátt. Líkaminn fær næg næringarefni ef þú borðar næringarríkan mat á sama hátt og ef þú minnkaðir skammtastærðirnar á hefðbundinn hátt. Lífsstílsráðgjöfin sem fylgir AspireAssist kennir þér að bæta matarvenjur þínar. Líkt og við aðrar offituaðgerðir getur verið að læknirinn þinn ráðleggi þér að taka fjölvítamín þegar þú léttist hvað hraðast.
VÖKVI OG SÖLT
Saltbúskapurinn í líkamanum verður rannsakaður reglulega á meðan þú notar AspireAssist til að tryggja að hann sé innan eðlilegra marka. Klínískar rannsóknir okkar hafa ekki bent til alvarlegra truflana í saltbúskapnum eða vökvaskorts sem afleiðing magaslöngunnar. Margir sjúklingar læra með tímanum að drekka meiri vökva en áður með máltíðum sem einfaldar tæmingarnar.
HEILBRIGÐI HÚÐAR UNDIR HNAPPNUM
Líkt og við hefðbundnar PEG slöngur er mikilvægt að sjá til þess að húðin við magaslönguna undir hnappnum sé hrein og þurr. Starfsfólk okkar mun kenna þér að hugsa um húðina. Magaslangan kemur ekki í veg fyrir að þú getir stundað alla almenna hreyfingu eins og hlaup eða sund.
06: Lífsstílsráðgjöf
Sjúklingar sem taka upp heilbrigða lífshætti með betra mataræði og aukinni hreyfingu ná skiljanlega bestum árangri með AspireAssist. Með góðum lífsstíl getur þú fækkað tæmingum í eitt skipti á dag eða sjaldnar. Kannski tekst þér að losna alveg við magaslönguna. Við veitum þér ráðgjöf varðandi heilbrigðari lífsstíl með magaslöngunni.
Ráðgjöfin mun hjálpa þér að takast á við tilfinningalega og ástandstengda þætti sem oft leiða til ofáts. Hér má nefna streitu sem dæmi. Oft borðar fólk til að bæla niður einkenni streitu eða annarra vandamála. Þegar þú ferð að þekkja þá þætti sem kveikja hjá þér löngun í mat getur þú lært að forðast þá. Þú munt líka læra hvaða skammtastærðir og hvernig hreyfing hentar þér, hvernig þú átt að velja hollan mat og hvernig þú getur aðlagað AspireAssist að þínum matarvenjum.
Ráðgjöfin flýtir fyrir því að magaslangan verði hluti af þínu daglega lífi. Þér verður kennt hvernig þú tæmir eftir hverja máltíð. Öll okkar ráðgjöf miðar að því að sjúklingar nái og haldi sinni óskaþyngd. AspireAssist auðveldar sjúklingum að taka upp og viðhalda heilbrigðum lífsstíl þar sem árangurinn lætur ekki á sér standa.

07: Öryggisupplýsingar
Hættan á alvarlegum fylgikvillum á meðferð með AspireAssist er lítil, svipað og á við um meðferð með næringarslöngum sem hafa verið notaðar í yfir 30 ár. Þó svo að margir þeirra fylgikvilla sem fylgja stærri offituaðgerðum sjáist ekki við meðferð með AspireAssist, eru engar aðgerðir þó alveg hættulausar. Í klínískum rannsóknum eru algengustu fylgikvillarnir ónot í kvið eftir ísetningu slöngunnar og húðerting í kringum slönguna. Aðrir sjaldgæfari fylgikvillar eru meðal annars sýking og magasár. Þá er almennt hægt að meðhöndla með lyfjum, með því að fjarlægja slönguna eða skipta slöngunni út fyrir nýja. Ræddu hugsanlega fylgikvilla með lækninum þínum til að sjá hvort AspireAssist sé meðferð sem henti þér.
08: Magaslangan fjarlægð
Hægt er að fjarlægja magaslönguna hvenær sem er í einfaldri aðgerð sem tekur um 10 mínútur. Þessi aðgerð líkist þeirri sem gerð var þegar slöngunni var komið fyrir. Aðgerðin er gerð í slævingu (ekki er þörf á svæfingu). Sárið eftir magaslönguna grær yfirleitt á nokkrum vikum.
Magaslangan er hugsuð sem langtíma meðferð. Hins vegar geta sjúklingar (eða læknar þeirra) óskað eftir því að slangan verði fjarlægð. Ástæðan getur verið læknisfræðileg eða að sjúklingurinn hafi náð óskaþyngd.
Taktu stjórnina yfir eigin þyngd með AspireAssist. Meðferðin er afturkræf og getur tryggt þér árangur til langtíma.
Neðanmálsgrein
¹US PATHWAY Study (n=171): Data presented at Digestive Disease Week, May 2016 by C. Thompson; Pending publication.